• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Nýjar forgjafareglur tóku gildi 2020

Helstu grunnatriðin í forgjafarreglum 2020

Meðaltalsregla. Forgjöfin þín verður meðaltal 8 lægstu skormismuna síðustu 20 forgjafarhringja. Hægt verður að skoða forgjöfina í tölvukerfi GSÍ frá 1. mars 2020.

Forgjafarflokkar eru liðin tíð. Í nýju reglunum eru engir forgjafarflokkar eins og kylfingar eru vanir. Sem þýðir líka að nú geta allir skráð inn forgjafarhringi eftir 9 holu leik eða meira.

Ekki þarf að tilkynna fyrirfram. Ekki þarf að tilkynna sérstaklega í tölvukerfinu að leikinn hringur gildi til forgjafarútreiknings. Hægt verður að skrá alla hringi eftirá til forgjafarútreiknings.

Viðurkennd leikform. Skor er gilt til forgjafarútreiknings ef hringur hefur verið leikinn samkvæmt golfreglum og viðurkenndum leikformum.

Hámarks forgjöf 54. Óbreytt verður að hámarks forgjöf sem kylfingur getur fengið er 54.0.

Þú þarft ekki að missa þig í smáatriðin!
Forgjafarreglurnar eru frábrugðnar golfreglum að því leyti að þeim er að mestu leyti stjórnað af tölvukerfi. Þess vegna þarftu ekki að læra smáatriðin heldur treysta þeim reiknireglum í tölvukerfinu sem reikna út þína forgjöf.

Þú þarft bara …
… þegar nýtt forgjafarkerfi tekur gildi 1. mars 2020 að skrá þig inn í tölvukerfi GSÍ og sjá hver ný endurreiknuð forgjöf þín er samkvæmt forgjafarreglum 2020 sem gilda fyrir allan heim.

…að leika þér í golfi. Þú sérð vallarforgjöf þína á forgjafartölflu fyrir viðkomandi völl og teig. Leiktu samkvæmt gildandi golfreglum og gerðu þitt besta á vellinum. Skráðu svo skorið í tölvukerfi GSÍ eða önnur snjallforrit sem tengjast tölvukerfinu.