• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Nýjar og breyttar golfreglur 2019

Við munum á næstu dögum auglýsa námskeið í nýjum golfreglum en eins og flestir vita voru gerðar þó nokkuð margar breytingar á golfreglum sem tóku gildi 1. janúar 2019. Þórður Ingason alþjóðadómari mun halda námskeið hér fyrir okkur á tímabilinu 15. febrúar og fram í miðjan mars og verður útfærsla og nánari tímasetning auglýst fljótlega. Þórður er að bíða eftir kennsluefni í hendurnar og í kjölfarið klárum við að setja á námskeið.

Til að rifja upp það helsta þá er hér stutt ágrip á breyttar reglur. 

20 mikilvægustu breytingarnar á golfreglunum eru eftirfarandi:

1. Leitartími – Styttur úr 5 mínútum í 3 mínútur.

2. Bolti hreyfist við leit – Lagður aftur á fyrri stað (vítalaust).

3. Sokkinn bolti – Vítalaus lausn utan brauta.

4. Mæling þegar bolti er látinn falla – Lengsta kylfan (önnur en pútter) notuð.

5. Bolti látinn falla – Úr hnéhæð, í stað axlarhæðar.

6. Ekki leyfilegt að taka sér stöðu á rangri flöt – Vítalaus lausn.

7. Leikmaður slær bolta í sjálfan sig eða útbúnað sinn – Vítalaust.

8. Bolti tvísleginn – Talið sem eitt högg (vítalaust).

9. Tilfallandi snerting á sandi í glompu leyfð.

10. Fjarlægja má lausung hvar sem er.

11. Taka má lausn úr glompu gegn tveimur vítahöggum.

12. Vatnstorfærur kallast vítasvæði.

13. Leyfilegt að snerta vatn eða jörð innan vítasvæðis.

14. Bolti hreyfist á flöt eftir að hafa verið merktur, lyft og lagður niður aftur – Lagður aftur á fyrri stað, vítalaust.

15. Bolti hreyfður fyrir slysni á flötinni – Lagður aftur á fyrri stað, vítalaust.

16. Lagfæra má svo til allar skemmdir á flötum.

17. Ekki má leggja kylfu niður til að aðstoða við miðun.

18. Kylfuberi má ekki aðstoða við miðun.

19. Leyfilegt að hafa flaggstöngina í holunni þegar púttað er.

20. Bolti sem er skorðaður við flaggstöng telst í holu.

 

< Fleiri fréttir