• 1. Object
  • 2. Object

-3.1° - NA 5.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Nýliðafræðsla – mánudaginn 12. júní klukkan 19:00

Markmiðið með nýliðafræðslunni er að hvetja og fræða nýliða klúbbsins um það helsta sem vert er að hafa í huga þegar fólk er að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni.  Það þekkja margir óöryggið sem því fylgir að fara út á völl án þess að kunna spil- og siðareglur golfleiksins. Rögnvaldur Magnússon PGA golfkennari munu sjá um námskeiðið og létta vonandi kylfingum fyrstu skrefin. Námskeiðið er opið öllum, sérstaklega nýliðum GO og við hvetjum einnig þá sem eru með Ljúflingsaðild til að mæta. Nýliðafræðslan mun fara fram næsta mánudag, 12. júní klukkan 19:00 og mæting er fyrir utan golfskála GO og mun fræðslan fara fram utandyra og gott að vera í klædd/ur eftir veðri. Að sjálfsögðu kostar ekkert á svona námskeið og mun það standa yfir í um klukkustund. 

< Fleiri fréttir