08/01/2025
Golfklúbburinn Oddur hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra, Harald V. Haraldsson.
Haraldur hefur langa reynslu af rekstri íþróttafélaga en hann hefur verið framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings undanfarin 15 ár og þarf lítið að fjölyrða um árangur þess félags bæði á íþróttasviðinu en ekki síður hvað varðar rekstur félagsins.
Stjórn Golfklúbbsins Odds, býður Harald velkominn og hlakkar til að starfa með Haraldi en mörg verkefni eru framundan og er fyrirhuguð stækkun Urriðavallar, það sem hæst ber.
Þorvaldur mun sinna sínu starfi áfram fyrst um sinn, eða þar til Haraldur kemur til starfa. Golfklúbburinn Oddur mun svo njóta starfskrafta Þorvaldar áfram en hann hefur samþykkt að taka að sér ákveðin verkefni fyrir félagið. Stjórn GO vill þakka Þorvaldi fyrir hans óeigingjarna og metnaðarfulla starf í gegnum árin. Upp úr standa tvö Evrópumót árin 2016 og 2022, ásamt eftirminnilegu Íslandsmóti árið 2023. Framkvæmd þessara móta þótti bera vott um einstaka fagmennsku sem Þorvaldur leiddi.
Bestu kveðjur,
Stjórn GO