17/07/2018
Við þurfum því miður að hætta við fyrirhugað námskeið í næstu viku en minnum þau börn á sem sóttu námskeið sumarsins á að hægt er að halda áfram golfiðkun og mæta á æfingar í sumar á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17:00, þessar æfingar eru líka opnar fyrir börn félagsmanna.
Golf Akademía Odds hefur tekið við og leiðbeint yfir 150 frábærum börnum í sumar á golfleikjanámskeiðum og vegna áhuga hefur verið ákveðið að bæta við einu námskeiði í vikunni 23. – 27. júlí og skráning er hafin. Hægt er að fara inn á þennan hlekk hér til að skrá á námskeiðið
Námskeiðstími er á milli 9 -12 virka daga á auglýstum dagsetningum. Á námskeiðinu er börnunum kennd grunnatriði golfíþróttarinnar. Kennslan er uppsett með æfingum og leikjum með það að markmiði að skapa ánægjulega upplifun fyrir börnin. Öll börn sem skráð eru á námskeið hjá Oddi fá Ljúflingsaðild og geta haldið áfram að spila allt sumarið ásamt því að sú nýbreytni er viðhöfð í sumar að þeim börnum sem áhuga hafa á að halda áfram golfæfingum er boðið á æfingar golfklúbbsins að loknu námskeiði en æfingarnar eru tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17:00
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu GO í síma 565-9092 eða á netfangið oddur@oddur.is. Frekari upplýsingar er einnig hægt að nálgast á heimasíðu GO.