• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Opinn fundur um stækkun útivistarsvæðisins við Urriðavöll að Heiðmörk

Haldinn í golfskálanum á Urriðavelli miðvikudaginn 7. júní kl. 18:00

 
Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa mun, í samstarfi við Golfklúbbinn Odd, kynna hugmyndir sínar um framtíðar útivistarsvæði fyrir almenning í landi sínu við Urriðavöll í Urriðavatnsdölum. Framtíðarsýnin er sú að þar verði gott aðgengi fyrir almenning, öflugt stígakerfi með góðum tengingum við nærliggjandi svæði fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi, vönduð fræðsluskilti, aðstaða til umhverfisfræðslu og aukin aðstaða til golfiðkunar á heimsmælikvarða.
 
Gert er ráð fyrir að göngustígar og golfbrautir liggi að hluta til í Flatahrauni án teljandi rasks á hrauninu, en þær hugmyndir sem fyrir liggja hafa m.a. verið mótaðar í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Samhliða verði unnið að því að halda ágengum plöntutegundum í hrauninu í skefjum.
 
Sérstök áhersla hefur verið lögð á að mynda þrjár 9-holu lykkjur með tengsl við skála án þess að framkvæmdir valdi kylfingum teljandi ónæði. Þannig hafa orðið til áhugaverðar tillögur um nýjan og betri Ljúfling í dalnum sunnan aðalvallar. Edwin Roald golfvallahönnuður hefur byggt tillögur sínar um útfærslu svæðisins á nýrri hugsun um gagnkvæman ávinning kylfinga, umhverfis og samfélags. Með þessum breytingum fá félagar í GO betri þjónustu, bætt aðgengi og fjölbreyttari valkosti við sína golfiðkun auk þess að njóta um leið auðgenginna og einstakra golfbrauta í friðsælu og fallegu umhverfi. Samhliða mun svæðið opnast fyrir alla þá sem njóta vilja útivistar í einstakri náttúru þessa svæðis.
 
Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn, sem er öllum opinn, til að kynna sér tillögurnar og rýna.

 
< Fleiri fréttir