• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Opna sólstöðumót GO á laugardag

Golfklúbburinn Oddur mun standa fyrir mjög skemmtilegu golfmóti næstkomandi laugardagskvöld. Um er að ræða Opna sólstöðu / Jónsmessumóti GO og verður leikinn fjögurra manna Texas Scramble. Þá leika fjórir kylfingar saman sem lið.

 

Mæting er kl. 19:00 og svo er ræst út á öllum teigum samtímis kl. 20:00. Áætlað er að leik ljúki um kl. 00:30.

 

Skráning er hafin á golf.is og í afgreiðslunni á Urriðavelli, sími: 565-9092

 

Verðlaunaskrá:

  1. sæti: 50.000 kr. gjafabréf frá Vífilfelli.
  2. sæti: 40.000 kr. gjafabréf frá Vífilfelli.
  3. sæti: 30.000 kr. gjafabréf frá Vífilfelli.

 

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarsins: 5000 kr. gjafabréf frá Vífilfelli
Lengsta teighögg kvenna á 9. braut: 5000 kr. gjafabréf frá Vífilfelli
Lengsta teighögg karla: 5.000 kr. gjafabréf frá Vífilfelli

 

Mótsgjald er 3500 kr. og boðið er upp á súpu og brauð að leik loknum.

 

Keppnisskilmálar:

4 kylfingar skrá sig saman og er forgjöf liðsins sama og forgjafalægsti kylfingurinn í liðinu fær í leikforgjöf á völlinn. ATH: Liðsforgjöf sem birtist á golf.is gildir ekki.

Allir kylfingar slá af teig. Besti boltinn að mati liðsins er valinn og mega allir slá. Síðan er þetta gert svona út holuna.

Sá sem er með hæstu forgjöf í hollinu slær alltaf fyrst.
Yfirdómari í leik þessum ert ÞÚ.
Mótsstjórn.

< Fleiri fréttir