• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Opnun Urriðavallar

Við höfum opnað Urriðavöll og þó vindar hafi blásið nokkuð hressilega í dag og nokkuð kalt hafi verið þá aftraði það ekki kylfingum frá því að mæta og hefja golfsumarið.

Ragnar Gíslason var fyrstur til að leggja í hann rétt eftir opnun og í kjölfarið fylgdu Guðmundur K. Gunnlaugsson, Magnhildur Baldursdóttir og nýr félagi í golfklúbbnum hann Kjartan Páll Einarsson.  

Ragnar var það snöggur með 9 holur að við rétt náðum honum á mynd eftir 9 holur. Við náðum nokkrum myndum af undirbúningi vallarstarfsmanna fyrir opnun sem fylgja hér í myndaalbúmi ásamt myndum af fyrstu golfurum sumarsins. Golfklúbburinn Oddur og starfsmenn óska félagsmönnum góðs golfsumars og við vonum að við sjáum ykkur hér sem oftast.

[Best_Wordpress_Gallery id=”16″ gal_title=”10. maí Opnun Urriðavallar”]

 

 

 

< Fleiri fréttir