24/05/2023
Nokkrar takmarkanir verða í gildi fyrstu vikurnar til að vernda Urriðavöll og biðjum við ykkur um að lesa í gegnum þennan póst til að kynna ykkur hvernig við ætlum saman að ganga hægt um gleðinnar dyr.
Ljóst er að Urriðavöllur kemur langt frá því eins vel undan vetri og síðustu ár. Langir frostakaflar fóru illa með mörg svæði hjá okkur og lágt hitastig síðustu vikna hefur ekki hjálpað til við að ná gróanda á þau svæði sem verst urðu úti. Mikil batamerki hafa þó verið á golfvellinum síðustu daga og er hann hægt og rólega að færast í rétta átt. Völlurinn er þó einstaklega viðkvæmur og við í raun að opna þvert á ráðleggingar vallarstjóra og því mikilvægt að allir virði þær takmarkanir og reglur sem við setjum á fyrstu vikum opnunar.
Við opnun fyrst bókun á 12 mínútna fresti, opnum vallarsvæðið klukkan 9:00 og til að bóka sig í golf þarf að velja völl í golfbox sem heitir Urriðavöllur 12 mínútur. Þessi völlur verður í gildi til og með 2. júní.
Bókun opnar klukkan 12:00 miðvikudaginn 24. maí. Kylfingar geta haft tvær virkar bókanir í gangi á þennan völl.
Frá 3. júní verða 10 mínútur á milli rástíma og við opnum klukkan 08:00. Til að bóka þann sig þar þarf að velja völl í golfbox sem heitir Urriðavöllur 10 mínútur. Athugið að bókun á þennan völl verður virk á sunnudagskvöld 28. maí klukkan 22:00. Kylfingar geta haft þrjár virkar bókanir í gangi á þennan völl.
Við munum svo meta hvernig völlurinn er að taka við álaginu og gróa áður en farið verður að skoða hvort möguleiki sé að færa bókanir á rástíma aftur á stillinguna á 9 mínútna fresti eins og við erum orðin vön og þá einnig að hefja leik fyrr á daginn
Það er fyrirsjáanlegt að þessar fyrstu vikur verða erfiðar fyrir völlinn og gróandann á viðkvæmum svæðum og beinum við því til félagsmanna að vanda sérstaklega vel til er varðar viðgerðir á boltaförum og kylfuförum. Ef allir eru samstíga í að því að ganga vel um völlinn og virða ofangreindar leiðbeiningar og reglur þá mun völlurinn koma fyrr til baka í það ástand sem við öll viljum og þekkjum.
Notifications