• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Opnunarmót GO 2020

Urriðavöllur var opnaður laugardaginn 16. maí og hófst dagurinn með fjölmennu opnunarmóti Golfklúbbsins Odds.
Frábær skráning var í mótið og biðlisti nokkuð langur en forgang í mótið höfðu duglegir félagsmenn sem mættu til leiks á hreinsunardegi og þau sæti sem eftir voru fylltust fljótt og luku 160 keppendur leik á einn eða annan hátt.  Blíðskapar veður var og þó völlurinn sé ekki kominn í fullan skrúða þá var greinilegt að félagsmenn höfðu beðið spenntir eftir því að eiga gæðastund á vellinum. Við óskum félagsmönnum Odds og öðrum kylfingum gleðilegs golfsumars. Verðlaunahafar í opnunarmótinu voru eftirfarandi:


Besta skor karla – Óskar B. Ingason 77 högg – Inneign í golfbúð GO 20.000

Punktar karla
1. sæti – Hilmar Vilhjálmsson 38 punktar – inneign í golfbúð GO 20.000
2. sæti – Tómas Orri Almarsson 35 punktar – inneign í golfbúð GO 15.000
3. sæti – Eiríkur Bjarnason 35 punktar – inneign í golbúð GO 10.000

Besta skor kvenna – Anna María Sigurðardóttir 83 högg- inneign í golfbúð GO 20.000

Punktar kvenna
1. sæti – Elísabet Pétursdóttir 35 punktar – inneign í golfbúð GO 20.000
2. sæti – Halla Hallgrímsdóttir 35 punktar – inneign í golfbúð GO 15.000
3. sæti – Margrét Gunnlaugsdóttir 33 punktar – inneign í golfbúð GO 10.000

Inneign með upphæð verðlauna er stofnuð í golfverslun golfklúbbsins Odds á nafni vinningshafa og geta þeir nýtt sér hana hvenær sem er í sumar.

Við erum afar þakklát fyrir þennan frábæra dag og megi þeir vera margir í sumar. Hægt er að skoða myndaalbúm frá deginum á myndasíðu GO með því að smella á hlekkinn hnappinn hér fyrir neðan.

< Fleiri fréttir