13/10/2017
Það er farið að hausta og undanfarið hefur verið kalt á morgnana og þrátt fyrir að við höfum þurft að loka vellinum tímabundið á morgnana í nokkur skipti hefur verið hægt að leika hér golf alla daga. Golfvellirnir okkar Urriðavöllur og Ljúflingur verða áfram opnir á meðan veður leyfir. Við viljum ítreka skilaboð vallarstjóra til kylfinga um að ganga vel um völlinn, MJÖG mikilvægt er að laga kylfu- og boltaför því vellirnir eiga erfitt með endurheimt á þessum árstíma og þurfa því alla þá hjálp sem hægt er að veita þeim.
Afgreiðsla Urriðavallar verður opin áfram næstu daga skv. eftirfarandi áætlun.
Föstudagur 13. október 9 – 17
Laugardagur 14. október 9 – 17
Sunnudagur 15. október 9 – 14 (lokað seinni partinn vegna veislu í skála)
Mánudagur 16. október 9 – 17
Þriðjudagur 17. október 9 – 17
18. október – 20. október 12 – 17
21. október – 22. október 10 -16
Opnunartími eftir þetta ræðst af veðri en skrifstofa verður opin frá og með 23. október og því ætti að vera hægt að sækja þjónustu í skála á skrifstofutíma.
Veitingasalan er lokuð fyrir utan það, að hægt er að kaupa þá drykki sem til eru í kæli.
Endilega notið golfvellina næstu daga og vikur á meðan veður leyfir, það er ekkert eins hressandi og létt haust golf á meðan bjart er.