24/06/2016
Enn eru örfáir rástímar lausir í eitt glæsilegasta golfmót sumarsins – GB Ferðir Open sem fram fer á Urriðavelli á morgun, laugardaginn 25. júní. Leikið verður með Texas Scramble leikfyrirkomulagi og verður VIP ferð fyrir tvo á Belfry í verðlaun fyrir sigurliðið. Veðurspá lítur afar vel út og tilvalið að nýta kjördaginn í að kjósa og leika svo golf á okkar frábæra Urriðavelli.
Keppnisgjald er 6.900 kr.- og innifalið er matur að hring loknum. Boðið verðum upp á afar vel útilátið lambalæri ásamt meðlæti.
Skráning fer fram á golf.is
Stórglæsileg verðlaun
1. sæti – VIP ferð á Ryder völlinn Belfry.
2. sæti – 1 nótt í Deluxe herbergi fyrir 2 á Alda Hotel og 10þ kr inneign á barinn
3. sæti – Regngalli frá Footjoy
——————————-
10. sæti – 20 þús króna gjafabréf hjá GB Ferðum.
20. sæti – Gjafabréf frá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar.
30. sæti – Gjafapakki frá Rolf Johansen og Co.
40. sæti – 10 þús króna gjafabréf frá Kex Hostel
50. sæti – kassi af Stella Artios
Önnur verðlaun:
4. braut – nándarverðlaun: Helgarafnot af Benz og aðgangur að Bláa lóninu.
8. braut – nándarverðlaun: kr. 10.000 gjafabréf frá Auganu.
13. braut – nándarverðlaun: Gjafapakki frá Örninn Golf.
15. braut – nándarverðlaun: kr. 10.000 gjafabréf frá GB Ferðum.
10. braut – lengsta teighögg – Ray Bahn sólgleraugu frá Auganu fyrir þann sem á höggið og kassi af Stella Artios fyrir liðsfélagann.
Forgjöf kylfinga er reiknuð þannig að deilt er í samanlagða leikforgjöf leikmanna með 5 og forgjöf liðs verður þó aldrei hærri en leikforgjöf forgjafalægri kylfings.