• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Powerade liðakeppni GO – Ágrip af sögu mótsins og úrslit 2018

Eitt stærsta mót sumarsins á hverju ári hér í félagsstarfi GO er liðakeppni GO (Powerade-mótið) sem fram hefur farið á hverju sumri undanfarin ár og haldið var í sumar í 12  sinn.
Segja má að grunnurinn að mótaröðinni hafi fyrst verið lagður árið 2000 þegar byrjað var á safnmótum sem þróuðust og stækkuðu með hverju árinu þangað til að árið 2007 að fyrsta mótið í liðakeppni GO var haldið. Fyrstu árinu frá árinu 2007 til og með 2012 eða í 6 ár var mótið haldið undir merkjum Húseignar fasteignasölu sem sá um að útvega vinninga og gerði mótinu góða umgjörð sem ennþá er reynt að halda í og frá árinu 2013 hefur mótið verið undir formerkjum POWERADE sem er í dag aðal styktaraðili mótsins. Í öllu mótastarfi er það metnaður og vilji mótanefndar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í mótastarfi og því hefur þessi mótaröð tekið breytingum reglulega með það að sjónarmiði að sem flestir taki þátt og fjölgun eða þátttaki haldi sér á milli ára. Við munum að sjálfsögðu skoða næsta ár með sama hugarfari og vonandi náum við að halda mótinu áfram á þeim nótum að áhugavert verði að taka þátt, okkar stærstu áhyggjur eru kannski eins og grínast var með í sumar að veðurguðirnir hafa á einhvern hátt ekki verið okkur hliðhollir og það kannski aðalverkefni mótanefndar að vinna í þeirri hlið. 

Í ár voru 22 lið sem tóku þátt og í þeim um 130 kylfingar sem tóku þátt í einu eða fleiri mótum. Fimm mót voru leikin og þar af þrjú með punktakeppnis fyrirkomulagi og svo var spilað texas-scramble mót og betri bolta-mót. Fyrir lokamótið hefur staðan aldrei verið jafnari og 7 lið áttu möguleika á að sigra mótið þetta árið fyrir lokaumferðina og í lokin munaði einungis 30 stigum á 1 sæti og liðunum sem urðu að endingu jöfn í 2-3 sæti. 

Í mótaröðinni hefur reglan verið sú að við verðlaunum sigurvegara hvers móts þ.e. þá tvo aðila sem telja fyrir sigurlið hvers móts og í ár voru það eftirtaldir aðilar sem sigruðu mótin fyrir sitt lið og hlutu í verðlaun gjafabréf á Brunch hjá Icelandair Hotels þar sem hægt er að velja um einn af þeirra fjórum frábæru veitingastöðum (VOX, SATT, SLIPPBARINN OG GEIRI SMART) 
1. mót – punktakeppni, lið HIGH FIVE, Anna María Sigurðardóttir og Steinar Guðjónsson
2. mót – betri bolti, lið FYRIRSÆTURNAR, Sigríður Ólafsdóttir og Bergþóra María Bergþórsdóttir
3. mót – punktakeppni, lið DD LAKKALAKK, Svavar Geir Svavarsson og Sólveig Guðmundsdóttir
4. mót – texas scramble, lið SLÁTTUVÉLARNAR, Hilmar Vilhjálmsson og Ágústa Arna Grétarsdóttir
5. mót – punktakeppni, lið SÉRSVEITIN, Rósa Pálína Sigtryggsdóttir og Stefán Eiríksson

10 efstu lið mótaraðarinnar hafa svo fengið verðlaun undanfarin ár og í ár var ekki undantekning á því og í raun endaði það þannig að öll liðin sem mættu í verðlaunaafhendingu gengu út með verðlaun þó það hafi ekki verið til frásagnar verðmætalega séð fyrir neðstu liðin þá voru það samt verðlaun og vissulega kannski þá bara hvatning til frekari afreka á næstu árum en til eftirbreytni að stefna á efstu sætin. 

Sigurvegarar mótaraðarinnar 2018 var lið DD LAKKALAKK sem skipað var þeim Etnu Sigurðardóttur, Sólveigu Guðmundsdóttur, Jóhanni Helga Ólafssyni, Svavar Geir Svavarssyni, Nikulási Kr. Jónssyni og Jóni Ævarr Erlingssyni. Eins og undanfarin ár hlutu efstu þrjú liðin gjafabréf hjá ICELANDAIR sem stutt hefur við bakið á Golfklúbbnum veglega og kunnum við þeim góðar þakkir fyrir. Við viljum einnig þakka öðrum velunnurum fyrir þeirra framlag til verðlauna en þar eru meðal annars, S4S (ECCO), Örninn golfverslun, Everest, Nói Siríus, Iðnmark (stjörnusnakk), Sena, Myndform, Sambíóin og ZO-ON.

< Fleiri fréttir