• 1. Object
  • 2. Object

-2.5° - NA 5 m/s

585 0050

Book Tee Times

POWERADEMÓTARÖÐ GO 2018

Fyrsta mótinu af fimm er lokið en það er ennþá hægt að skrá lið og vera með. Hóið í liðið ykkar og skráið ykkur. Við bjóðum ný lið sérstaklega velkomin og vonum að það verði fjölgun liða í þessu vinsæla móti. Einungis 3 mót af 5 telja til stiga og allir eiga möguleika á því að sigra eins og síðustu ár hafa sýnt. Það er eflaust einnig þannig að það vantar kannski einn eða tvo liðsmenn í lið sem þegar eru mætt til leiks og strákarnir í afgreiðslunni aðstoða ykkur sem eruð einstök/einstakir við að komast í lið ef hægt er.  

Við skráningu þarf að taka fram: Heiti liðs, nafn fyrirliða ásamt netfangi og símanúmeri.  Fullt nafn og kennitölu keppanda þeirra sem í liðinu eru. Skráning liða í síma 565-9092 eða á netfang  afgreidsla@oddur.is

Þrjú mót af fimm telja til stiga.

Flott verðlaun eru veitt í mótaröðinni og 10 efstu liðin hljóta glæsileg verðlaun. Sigurpar hvers móts fær einnig verðlaun “út að borða” ásamt því að veitt verða nándarverðlaun og ýmiss óvænt afbrigði verðlauna til að gera mótið skemmtilegt. 
Öll verðlaun í mótinu eru afhent í sérstöku lokahófi sem ráðgert er að sé haldið að loknu lokamót mótaraðarinnar.

Allir kylfingar í GO með skráða forgjöf hafa keppnisrétt.

Hámarks leikforgjöf er gefin 37 hjá körlum og 43 hjá konum.

Fjöldi keppenda í hverju liði mega vera að hámarki sex.

Allir í liðinu mega keppa en tveir bestu telja í hverju móti.

Þeir tveir kylfingar sem skora best fyrir lið sitt í punktakeppni telja til stiga í heildarstigakeppninni.

Í liðakeppni (sem telst vera) betri bolti gildir besta parið til stiga í heildarstigakeppninni.

Keppendur verða að vera með öðru liði á rástíma.

Ræst verður út á fyrirfram ákveðnum tímum.
(ekki er leyfilegt að keppa á öðrum tímum)  

Liðakeppni

Keppnisreglur og skilmálar.

 Leiknar verða fimm umferðir. Dagsetningar geta breyst ef veðurspá eða annað truflar leik á neðangreindum dögum en það verður þá tilkynnt með góðum fyrirvara. 

Í 1. umferð er leikin hefðbundin punktakeppni. Dags: 5. júní

Í 2. umferð er leikin betri bolti.  Dags: 19. Júní

Í 3. umferð er leikin hefðbundin punktakeppni. Dags: 10. Júlí

Í 4. umferð er leikin Texas scramble  Dags: 7. Ágúst

Í 5. umferð er leikin hefðbundin punktakeppni. Dags: 1. sept. 

 

 

 

< Fleiri fréttir