• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

AFLÝST – Pub Quiz – spurningakvöld – skemmtun

Viðburðinum hefur verið aflýst og reynt verður síðar að setja viðburðinn á.

Þriðjudaginn 10. október mun kvennanefnd GO standa fyrir spurningakeppni svokallaðri PUB QUIZ fyrir félagskonur GO og góða gesti þeirra karla eða konur í golfskálanum á Urriðavelli. Spurningakeppnin hefst klukkan 18:00 og við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna og eiga skemmtilega kvöldstund saman.

Valdimar Lárus Júlíusson okkar eini sanni mótanefndarformaður og starfsmaður afgreiðslu síðustu ára mun stjórna keppninni af sinni alkunnu snilld en Valda er margt til lista lagt eins og flestum félagsmönnum ætti að vera orðið kunnugt.  Kvennanefndin mun bjóða uppá Pizzuveislu og hægt verður að kaupa drykki í veitingasölunni. 

Spurningar verða af ýmsum toga og ekki endilega allar tengdar golfinu. Fjórir keppendur verða í hverju liði. Taka má með sér maka, vin eða vinkonu ef þið teljið að það muni hjálpa ykkur í keppninni. 

Til að auðvelda málin er óskað eftir SKRÁNINGU FYRIR 9. OKTÓBER á tölvupóstfangið engilberts@simnet.is hjá henni Ingu Engilbertsdóttur formanni kvennanefndar.

 

< Fleiri fréttir