• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Púttmeistari GO – lokastaða í mánudags-púttmótaröðinni

Lokamótið í mánudags-púttmótaröð GO fór fram við góðar aðstæður í golfskálanum eins og endranær og hitinn og spennan það mikil að nauðsynlegt var að opna skálann upp á gátt svo keppendur gæti andað rólega og einbeitt sér að því að ná góðu skori. Alls mættu um 40 manns á mótin sex í vetur. Aðalkeppni mótaraðarinnar var vissulega sú hver myndi hreppa titilinn púttmeistari GO en einnig var keppt í einstaklingskeppni karla og kvenna ásamt liðakeppni. Frábær skor létu sjá sig alla mótsdagana og bestu einstöku 13 holu skor vetrarins komu frá Sigríði Björnsdóttur og Braga Þ. Bragasyni en þau léku í sitthvoru mótinu á 15 höggum sem er aldeilis glæsilegt skor. 

Keppni um púttmeistara GO var hörð og fyrir lokamótið stóð Bragi Þ. Bragason best að vígi með samanlagt 53 högg úr þremur mótum. Í lokaumferðinni litu mörg góð dagsins ljós og nokkrir sem ýttu sér ofar upp töfluna á endasprettinum. Halla Bjarnadóttir og Axel Óli Sigurjónsson nýttu sér það góða súrefni sem var í skálanum hvað best og náðu flottu skori sem kom þeim í samanlagt 52 högg og í toppsætið. Það var því ljóst að til að fá út úr því skorið þetta árið hver yrði púttmeistari GO þá yrði að telja seinni 9 holur á hring þrjú sem taldi til skors hjá þeim. Þegar þeirri yfirferð var lokið var ljóst að Axel Óli Sigurjónsson er púttmeistari GO 2019, hann hafði Höllu með einu höggi á síðustu 9 holum á lokahringnum lék á 11 höggum en Halla á 12. Við óskum Axel Óla innilega til hamingju með titilinn en hann hlaut í verðlaun nýjan SM7 Wedge frá Titleist enda augljóst að hann hefur ekkert við nýjan pútter að gera. 

Í einstaklingskeppni karla urðu þá úrslitin þessi: Vinningar í sviga sem hægt er að vitja á skrifstofu GO.

  1. sæti Axel Óli Sigurjónsson 52 högg (Boltakort/GO merktir Titleist Boltar)  
  2. sæti Sigurjón Jónsson 53 högg* (Boltakort/GO húfuklemma)
  3. sæti Bragi Þ. Bragason 53 högg* (Boltakort/GO flatargaffall)
    *til að fá úr því skorið hvor endaði ofar var tekið saman síðustu 9 holu á þriðja hring sem taldi til skors í heildarkeppni hjá þeim í vetur. Sigurjón lék þá á 16 höggum (25.2.) (12 högg á 9 síðustu) Bragi á 19 höggum (18.2) (13 högg á 9 síðustu)

Í einstaklingskeppni kvenna urðu úrslitin þessi: Vinningar í sviga sem hægt er að vitja  á skrifstofu GO

  1. sæti Halla Bjarnadóttir 52 högg (Boltakort/Go merktir Titleist boltar)
  2. sæti Guðmundína Ragnarsdóttir 53 högg (Boltakort/GO húfuklemma)
  3. sæti Pálína Hauksdóttir 54 högg (Boltakort/GO flatargaffall)

Í liðakeppni urðu úrslitin eftirfarandi:Vinningar í sviga sem hægt er að vitja  á skrifstofu GO

  1. sæti Axel Óli Sigurjónsson / Sigurjóns Jónsson 105 högg samanlagt (GO merktar Titleist Derhúfur og GO flatargaffall)
  2. sæti Bragi Þ. Bragason / Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir 109 högg (GO merktar regnhlífar)
  3. sæti Halla Bjarnadóttir / Valdimar Lárus Júlíusson 111 högg* (GO flatargaffall og húfumerki)
    *þrjú lið voru jöfn með samanlagt 111 högg, í liðakeppni telur þá fjórða mótið og þar var lið Höllu og Valda með 39 högg, Pálína og Grétar með 40 högg og Guðmundína og Viggó með 41 högg. 

 

Við þökkum þeim sem tóku þátt og ef draumar okkar rætast verðum við vonandi í stærra og hentugra húsnæði í framtíðinni en þangað til munum við að sjálfsögðu halda áfram hér í golfskálanum okkar með húsrúm leyfir. 

kv. Félagsnefnd og Mótanefnd GO

< Fleiri fréttir