12/09/2017
Það er loksins búið að græja rafhleðslustöðina á Urriðavelli eða eins og Orkusalan kallar staurinn góða “Stoppustuð”. Nú geta rafbílaeigendur lagt í grænmerkt stæði á Urriðavelli og tengt sig við rafhleðslustöðina. Bíleigendur verða sjálfir að nota eigin snúu við tengingu við stöðina og að sjálfsögðu verða bíleigendur að vera tillitsamir í notkun á þessum stæðum og þjónustu sem er gjaldfrí fyrst um sinn. Við viljum beina þeim tilmælum til notenda stæðanna að takmarka tíma sinn eins og frekast er unnt, ef kylfingur t.d. setur í hleðslu og fer svo að spila væri eðlilegast að taka úr sambandi eftir 9 holur og færa bílinn svo aðrir komist að. Við munum ítreka reglur í þessu sambandi ef við á en treystum okkar fólki fyrst um sinn til að umgangast stæðin svo þau nýtist sem best.