04/08/2016
Ragnhildur Kr. Ólafsdóttir úr GO gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 4. braut Urriðavallar í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnhildur fer holu í höggi en hún sló höggið með 7-járni. Höggið var einstaklega fallegt, lenti um þrjá metra fór holu og rann mjúklega í holu. Golfklúbburinn Oddur óskar Ragnhildi hjartanlega hamingju með draumahöggið.
Ragnhildur er ekki sú fyrsta til að fara holu í höggi í sumar á Urriðavelli. Þrír kylfingar fóru holu í höggi í Evrópumóti kvennalandsliða sem fram fór á Urriðavelli í byrjun júlí. Eiríkur Bjarnason fór holu í höggi á 8. braut í júlí og Jón Ingi Baldvinsson á 13. braut í byrjun júní.