• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Reglunámskeið í klúbbhúsinu á Urriðavelli

Þórður Ingason alþjóðadómari mun laugardaginn 23. maí standa fyrir áhugaverðu golfreglunámskeiði sem fram fer í klúbbhúsinu á Urriðavelli. Námskeiðið hefst kl. 11:00 og eru félagar hvattir til að fjölmenna og kynna sér hinar margslungnu reglur golfíþróttarinnar.

Farið verður yfir allar helstu grunnreglur sem kylfingar þurfa að hafa í huga áður en farið er út á völl. Meðal þess sem tekið verður fyrir er hvernig skuli bera sig að við vatnstorfærur og hvar er næsti staður fyrir lausn. Jafnframt verður farið yfir það hvað kylfingar skuli gera þegar þeir eru í vafa. Farið verður yfir dæmi og í framhaldinu verður opnað fyrir umræður um golfreglurnar. Ef veður leyfir mun fara fram sýnikennsla úti á velli.

< Fleiri fréttir