11/04/2020
Golfklúbbum landsins bárust reglur er varða ástundun golfs á tímum samkomubanns. Við munum aðlaga okkar starfsemi að þessum reglum og óskum eftir því að kylfingar sýni því þolinmæði, eins og staðan er í dag er í gildi lokun á æfingasvæði og áréttað er í nýju reglunum að slíkt bann sé í gildi. Í reglunum er einnig tekið til regluverks er varðar almennan golfleik og þar sem uppi er vetrargolfvöllur hjá okkur þurfum við að haga okkur í samræmi við reglur og því eru í gildi neðargreindar reglur um vetrargolf á Urriðavelli og við munum svo betur fara yfir allt er varðar komandi tíma á Urriðavelli þegar nær dregur opnun svo tryggt sé að allt sé í samræmi við gildandi reglur.
Sérreglur á Urriðavelli á tímum samkomubanns varðandi vetrarspil.
Hægt er að kynna sér allar reglurnar hér hvað varðar almenna iðkun golfíþróttarinnar og beinum við þeirri ósk okkar til okkar félagsmanna og allra að fara eftir þeim í hvívetna sama á hvaða velli er leikið.
Reglur_astundun_golfithrottarinnar30222