• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Rögnvaldur Magnússon og Hrafnhildur Guðjónsdóttir eru klúbbmeistarar GO 2021

Viðburðarríkri 8 daga meistaramótsviku lauk í gær þegar síðasti dagur í höggleiksflokkum var kláraður og krýndir voru nýjir klúbbmeistarar sem eru svo sem orðin vön því að taka á móti sínum titlum en Hrafnhildur var að taka á móti sínum 6 titli í röð og Rögnvaldur var að vinna titilinn í sjöunda sinn. Sannkallaðir meistarar þarna á ferð sem við óskum innilega til hamingju með klúbbmeistaratitlana.

Það voru vissulega krýndir fjölmargir aðrir meistarar í sínum flokkum og hægt að renna yfir skjalið hér fyrir neðan til að sjá hvernig fór í hverjum flokki.

Það er oft gaman að rýna í smá tölfræði að loknu svona stóru móti en við sjáum í kerfinu að meðalskor yfir alla mótsdagana er 99 högg, hola 18 var sú erfiðasta og hola 2 sú léttasta.

Hola Par MeðalskorFlokkun Ernir Fuglar Pör Skollar Tvöfaldir skollar
146,0650478292604
244,9918129307406235
345,69807126345500
433,9413023336410209
556,3617155227291404
645,80705137311525
745,2115026244392316
833,9114041333387217
945,58909138388443
OUT3547,54 2199192632223453
1046,1530379281614
1146,1820382256636
1256,4016241228295411
1334,43608197426346
1456,8910119117294546
1534,0712048318341270
1645,4611024192341420
1746,1340085273619
1846,4010225227723
IN3652,11 3148132327344585
TOT7199,65 5347324959568038

Hér eru verðlaunahafar meistaramóts GO 2021

Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna og öllum sem að mótinu komu á einn eða annan hátt. Það eru gífurlega margar vinnustundir sem fara í svona viðburð og það eru vissulega mikilvægt að eiga góðan hóp af sjálfboðaliðum sem tilbúnir eru að aðstoða og við hvetjum ykkur öll til að skoða hvort þið getið veitt okkur hjálparhönd þegar svona stórviðburðir eru í gangi í framtíðinni. Á næsta ári verður meistaramótið með eitthvað breyttu sniði þar sem við erum að fá að halda Evrópumót stúlkna landsliða á Urriðavelli og þá er öruggt að það verður nóg af verkefnum og öruggt að við þurfum að fá í lið með okkur fjöldann allan af sjálfboðaliðum.

Svona til gaman þá setti Baldur upp skrefatalningu hjá sér á lokadegi meistaramóts og í ljós kom að þó hann standi á 5. braut og aðstoði þar þá sýndi skrefamælirinn að hann gekk rétt tæpa 20 km og eflaust voru flest skrefin í átt að rauða vítasvæðinu sem var vinsæll staður í þeirri vindátt sem ríkti í mótinu. Við færum Baldri miklar þakkir fyrir hans vinnu sem er ómetanleg enda vinnur hann á við þrjá.

Í lokin er svo ástæða til að þakka sérstaklega Valdimari Júlíussyni formanni mótanefndar fyrir hans framlag síðastu 14 ár en hann hefur svo sannarlega staðið vaktina þar með sóma. Valdimar skildi eftir stutta kveðju í mótslok í gær þar sem hann var ekki viðstaddur og óskaði hann öllum verðlaunahöfum og þátttakendum til hamingju með árangurinn og lét að því kveða að hann ætlaði sér að draga sig í hlé að sinni. Við vonum innilega að hann verði okkur innan handar eða með puttana í mótastörfum áfram en það verður tíminn að leiða í ljós.

kveðja,
Stjórn og starfsfólk GO

Myndir Helgu Myndarkonu eru hægt að sjá með því að smella hér ómetanlegar minningar af ýmsum afrekum, frábærum spilafélögum og okkar dásamlega umhverfi.

urslit-flokka-2021-allir-flokkar-1

< Fleiri fréttir