• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Rögnvaldur og Andrea klúbbmeistarar GO 2015

Rúmlega 270 félagar tóku þátt í meistaramóti Golfklúbbsins Odds í ár. Mótið heppnaðist afskaplega vel og veðurfar sérstaklega hliðstætt kylfingum.

Rögnvaldur Magnússon er klúbbmeistari karla eftir að hafa leikið hringina fjóra á samtals 295 höggum eða 11 höggum yfir pari. Hann var 14 höggum betri en Theodór Sölvi Blöndal sem hafnaði í öðru sæti. Klúbbmeistari síðasta árs, Otto Axel Bjartmarz hafnaði í þriðja sæti.

Í kvennaflokki varði Andrea Ásgrímsdóttir klúbbmeistaratitil sinn. Andrea var í sérflokki í meistaraflokki kvenna og var tæpum 20 höggum betri en Auður Skúladóttir sem varð önnur. Hrafnhildur Guðjónsdóttir varð í þriðja sæti.

Úrslit í öllum flokkum má finna á golf.is. Myndir úr mótinu má sjá í myndabanka GO.

 

Meistaraflokkur karla: 
1. Rögnvaldur Magnússon, 295 högg (74-73-78-70) +11
2. Theodór Sölvi Blöndal, 309 högg (79-79-74-77) +25
3. Ottó Axel Bjartmarz, 310 högg (81-79-75-75) +26

 

Meistaraflokkur kvenna:
1. Andrea Ásgrímsdóttir, 323 högg (88-79-80-76) +39
2. Auður Skúladóttir, 352 högg (87-90-93-82) +68
3. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, 356 högg (88-83-86-99) +72

IMG_9317

< Fleiri fréttir