04/09/2022
Axel Óli Sigurjónsson varð í dag Íslandsmeistari sem fulltrúi GO í sameiginlegri keppnissveit með GS á Íslandsmóti golfklúbba í flokki 19 – 21 árs. Mótið fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 2.-4 september. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í þessum aldursflokki á Íslandsmóti golfklúbba.
Alls tóku 9 lið þátt. Á fyrsta keppnisdegi var leikin höggleikur og röðuðust liðin í riðla eftir árangri í höggleiknum. Leikið var í þremur þriggja liða riðlum. Efstu liðin úr A og B riðli léku um Íslandsmeistaratitilinn, liðin í 2. sæti í A og B riðli léku um bronsverðlaunin og liðin í 3. sæti í A og B leika um 5. sætið.
Sameiginlegt lið GS og GO stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa lagt GM í úrslitum 2,5 – 0,5.
GR varð i þriðja sæti eftir sigur gegn GK 1 í leiknum um bronsverðlaunin.
Við óskum okkar manni til hamingju og að sjálfsögðu allri keppnissveitinni en frá GS voru í liðinu þau Sveinn Andri Sigurpálsson, Logi Sigurðsson og Fjóla Margrét Viðarsdóttir.
Úrslit | Klúbbur |
1 | GS / GO – Golfklúbbur Suðurnesja / Golfklúbburinn Oddur |
2 | GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar |
3 | GR – Golfklúbbur Reykjavíkur |
4 | GK – Golfklúbburinn Keilir 1 |
5 | GA – Golfklúbbur Akureyrar |
6 | GK – Golfklúbburinn Keilir 2 |
7.-8. | NK – Nesklúbburinn |
7.-8. | GKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
9. | GOS – Golfklúbbur Selfoss |