• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Samningur við Skeljung

Golfklúbburinn Oddur og Skeljungur hf. undirrituðu nýlega samstarfssamning til næstu þriggja ára. Golfklúbburinn Oddur fagnar þessu samstarfi og hluti af samkomulaginu er að bjóða félagsmönnum að nýta sér Odds-Orkulykil. Með því tryggir félagsmaður okkar sér fullan afslátt eins og Skeljungur veitir með notkun slíks lykils ásamt því að Skeljungur leggur golfklúbbnum til 2 kr. sem við ætlum að eyrnamerkja umhverfissjóði GO sem m.a. er ætlað að standa straum af umhverfisvottun.

Hægt er að kynna sér allt um orkulykilinn á heimasíðu Orkunar http://orkan.is/orkulykillinn 

Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér hag í því að nýta sér þennan kost og stuðla að bættu umhverfi hér á okkar einstaka svæði. Félagsmönnum stendur til boða að fá hjá okkur Odds-Orkulykil sem eru til afhendingar á skrifstofunni á Urriðavelli og með þeim fylgja leiðbeiningar um hvernig virkja skal lykilinn, við hvetjum einnig þá félagsmenn sem eru nú þegar með orkulykla til að skipta yfir í okkar lykil og fá um leið aukinn ávinning.  

< Fleiri fréttir