25/06/2022
Við þurfum á hjálp að halda til að gera Evrópumót stúlkna landsliða að einstökum viðburði og því leitum við að sjálfboðaliðum í ýmis störf.
Golfklúbburinn Oddur leitar af sjálfboðaliðum til starfa við framkvæmd og aðstoð við Evrópumót kvennalandsliða vikuna 3.-9. júlí.
Okkur vantar sjálfboðaliða við ýmis störf, bæði úti á velli og í og við skála. Ef þú vilt leggja hönd á plóg þá hvetjum við þig til að skrá þig til leiks.
Allir sjálfboðaliðar fá ZO-ON fatnað til minningar um aðstoð í mótinu og hægt að kíkja við á skrifstofu GO og máta fatnað þegar búið er að skrá sig.
Við skráningu hér fyrir neðan erum við að klára grunnskráningu og höfum svo samband við alla til að klára með þeim hvaða tími hentar hverjum og einum. Mótið er dagana 3. – 9. júlí, við gerum ráð fyrir að hver sjálfboðaliði klári að minnsta kosti eina vakt sem er 4 klst. og vonandi vaknar græni herinn til lífs sem tæklaði mótið 2016 með glæsibrag.