• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Skráning hafin í bændaglímuna

Kæru meðlimir GO

Nú er að koma haust og bændur hafa haft samband og vilja opna fyrir skráningu svo þeir sjái hvað þeir þurfa að undirbúa fyrir sauði sína. Þeir hafa sent mótanefnd þessar upplýsingar um keppnisfyrirkomulag. Bændaglíman fer fram 24. september.

Keppt verður í höggleik með forgjöf með  4 manna texas scramble fyrirkomulagi (með afbrigðum). Fjórir kylfingar mynda lið sem fær forgjöf sem reiknast þannig út, leikforgjöf liðsmanna lögð saman og deilt í með 10.

Á teig skal sá leikmaður sem er með hæðstu forgjöfina alltaf slá fyrst, síðan sá sem er með næst hæðstu og svo koll af kolli. Þegar bolti hefur verið valinn þá eiga allir að leika líka sá sem á boltann sem valin er. Sá sem er með hæðstu forgjöfina slær alltaf fyrst.

Þeir kylfingar sem vilja mynda lið skrá sig hver á eftir öðrum í ráshóp. Rástímar eru einungis til að raða í holl því ræst verður út af öllum teigum kl. 13.00. Þeir kylfingar sem ekki eru með liðsfélaga skrá sig í næsta lausa ráshóp. Bændur munu raða kylfingum í holl sem sanngjart þykir.

Skráning er hafin á golf.is

Meðfram Texas leiknum mun hvert holl fyrir sig fá afhent aukabolta gulann eða bleikann að lit og leika skal honum líka sem punktakeppni með sömu forgjöf og í texas. Þessi leikur spilast þannig að kylfingar slá alltaf til skiptist. Sá sem slær fyrsta högg af teig með þessum bolta slær ekki fyrr en hinir hafa leikið honum.

Nánari útskýringar verða gefnar í bændaglímufyrirpartýinu.

Ýmsar uppákomur verða á meðan leik stendur sem Bændur munu opinbera þegar þeim hentar.

Innifalið í mótsgjaldi er matur og skemmtun.

Matseðill er ekki af verri endanum:

Grillaðar lambasneiðar al la Pálnikki.
Eftirréttur að hætti Óðins.

Eigum góðan lokahnykk saman.
Bændaglímuráð

< Fleiri fréttir