29/06/2016
Skráning í Meistaramót GO hófst í dag en mótið sjálft hefst sunnudaginn 10. júlí. Mótið er hápunkurinn í félagsstarfi klúbbsins á hverju ári og hvetjum við kylfinga til að taka þátt. Mótið heppnaðist frábærlega í fyrra og var metþátttaka í mótinu.
Mótið hefst sunnudaginn 10. júlí með keppni í forgjafaflokkum 25,1 og ofar ásamt flokkum eldri kylfinga. Keppt er í þrjá daga með þeirri undantekningu að 65 + keppa í tvo daga. (sérmót á golf.is)
Miðvikudaginn 13. júlí hefst svo keppni í forgjafaflokkum 25,0 og undir keppt er í þrjá daga með þeirri undantekningu að Meistaraflokkur karla og kvenna leikur í fjóra daga frá 12 – 15. júlí). Lokahóf er svo föstudagskvöldið 15. júlí og er hófið innifalið í þátttökugjaldi. (sérmót á golf.is)
Skráning er sér í barna og unglingaflokka og verður rástímum í þá raðað niður með tilliti til skráningar á fyrstu þrjá keppnisdagana 10 – 12. júlí.
Meðfylgjandi er skipulag rástíma miðað við leikdaga þar sem keppendur geta séð áætlaða rástíma hvers hóps á keppnisdögum og er miðað við skráningu síðasta árs.
Reglugerð Meistaramóts GO 2016
Skráning fer fram á golf.is