• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Skráning í ZO-ON Iceland Open mótið hefst á morgun

Eitt stærsta mót ársins á Urriðavelli fer fram laugardaginn 13. júní þegar ZO-ON Iceland Open mótið fer fram. Glæsileg verðlaun verða í boði og hefur mótið verið mjög eftirsótt meðal kylfinga á undanförnum árum.

Skráning í mótið hefst kl. 12:00 þriðjudaginn 2. júní og hvetjum við kylfinga til að vera röskir að skrá sig til leiks. Verðlaun í mótinu verða ekki af verri endanum og er heildarverðmæti verðlauna og teiggjafa 1.100.000 króna. Keppt verður í höggleik án forgjafar og í punktakeppni. Jafnframt verða veitt glæsileg nándarverðlaun á öllum par-3 brautum auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lengsta teighögg kvenna á 9. braut og lengsta teighögg karla á 10. braut.

Skráning í mótið fer fram á golf.is en upplýsingar um mótið má finna hér.

< Fleiri fréttir