• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Staðan á okkar keppnissveitum á Íslandsmóti golfklúbba eftir dag tvö

Það hefur verið góður gangur á okkar fólki í dag á öðrum keppnisdegi á Íslandsmóti golfklúbba. Sveitir karla og kvenna töpuðu báðum leikjum sínum á fyrsta degi og sneru við taflinu í morgun þegar 3. umferð var leikin og karlarnir voru áfram í góðum gír og unnu seinni leik dagsins einnig. Konurnar okkar léku við lið Sauðárkróks og sigruðu þann leik nokkuð örugglega 4 – 1 og þar sem einungis 7 keppnislið eru í deildinni hvíldu þær núna seinnipartinn og leika um 5. sætið í fyrramálið. Karlalið GO lék í morgun við lið Nesklúbbsins og hafði sigur í þeim leik 3 -2 og sigraði svo lið Ísafjarðar í seinni leik dagsins 4 – 1. Þeir munu svo leika um 5 – 8. sæti í fyrramálið eins og konurnar. 

 

 

 

Hér fyrir neðan eru úrslitin úr leikjum GO kvenna og karla það sem af er.

 

 

 

< Fleiri fréttir