• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Staðan í liðakeppni GO

Það eru búnar fjórar umferðir í liðakeppni GO þetta árið og nú er einungis ein umferð eftir og spenna í loftinu fyrir lokaumferðina sem fram fer laugardaginn 12. september.

Lið Team verí gúd sigraði fjórða mótið en leikfyrirkomulagið var greensome þar sem tveir leikmenn léku saman úr hverju liði og voru það Laufey Sigurðardóttir og Jón Bjarki Sigurðsson sem mynduðu besta leikpar dagsins og kláruðu daginn á 44 punktum. Í öðru sæti var lið Fyrirsætanna með þær DíDí og Bergþóru á 43 punktum og í þriðja sæti var lið Spilaranna með þá þau Guðmund og Ingibjörgu í fararbroddi en þau skiluðu 42 punktum fyrir lið sitt. Lið DD Lakkalakk var einnig með 42 punkta en þar sem þessi lið voru jöfn þá taldi keppnislið númer 2 hjá viðkomandi liðum og þar kom lið 2 hjá Spilurum sterkt inn.

Hér fyrir neðan er staða allra liða og við minnum á lokamótið og það verður auglýst fljótlega hvernig við klárum mótaröðina í ár en það stefnir þó í að það verði ekki lokahóf en við reynum að gera gott úr þessum aðstæðum og hittumst bara síðar og gleðjumst.

Staða-í-mótaröð-GO-eftir-4.-umferð

< Fleiri fréttir