• 1. Object
  • 2. Object

-3.4° - ANA 4.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Staðan í liðakeppni GO eftir tvær umferðir

Það var hörkuspennandi keppni í móti tvö Blue Lagoon mótinu í liðakeppni GO sem leikin var mánudaginn 7.júní og leikfyrirkomulagið var betri bolti þar sem betra skor leikmanns gildir sem skor liðs á holu. Alls mættu 72 hópar/pör til leiks og komu þeir úr 33 liðum að þessu sinni en frábær þátttaka hefur verið í mótinu í ár og öruggt að það verðu spenna alveg fram í síðasta mót.

Lið DDLakkalakk bar sigur úr bítum í þessu móti með þá kappa Jón Ævarr Erlingsson og Svavar Geir Svavarsson sem sem sína aðal fulltrúa sem léku á alls oddi á Oddi þennan dag og komu í hús á 48 punktum, pöruðu allar holur vallarins og stigu varla feilspor að sögn fréttaritara. Fjögur lið voru jöfn í öðru sæti á 46 punktum og því þurfti að skera úr um sigurvegara þar með því að skoða árangur liðs tvö og þar urðu þá í öðru sæti liðið Kaldir á teig (46 og 42 punktar) og liðið Sex Urriðar hafnaði svo í þriðja sæti (46 og 41 punktur).

Hér fyrir neðan er svo taflan með úrslitum mótsins, einnig er hægt að finna skjalið sjálft úr mótinu hérna neðar og einnig höfum við sett inn skor allra leikmanna inn á golfbox og þeir kylfingar sem vilja láta sitt skor gilda til forgjafar verða sjálfir að setja það inn og láta ritara samþykkja skorið.

Næsta mót er svo 28. júní og hefst skráning í það þann 15. júní klukkan 10.

Afrit-af-Stadan-eftir-2-mot-UPPFAERT

Betri-bolti-Urridavollur-lidakeppni-2021

< Fleiri fréttir