• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Staðan í liðakeppni GO (uppfærð)

Skjalið okkar góða ásamt villu í uppsetningu á fyrsta móti olli því að rétt staða birtist ekki í þeim fréttum sem hingað til hafa komið fram um stöðu liða í mótinu. Villan var ekki stór og því hefur staðan ekki breyst mikið en við teljum okkur hafa leiðrétt skjalið núna og því vonum við að þetta standi en við munum gulltryggja það á morgun áður endanleg úrslit verða kynnt.

Við ræsum út af öllum teigum á morgun í lokamótinu og vonum að veðrið verði til friðs en spáin í kvöld segir okkur að það rigni ekki en vindur mun aukast með deginum og mögulega rigna í lok mótsins en við treystum ykkur til að leika bæði hratt og vel svo það hafi bara engin eða lítil áhrif.

Lokahóf er svo um kvöldið og þar eru glæsileg verðlaun veitt í mótinu fyrir 10 efstu liðin, mögulega einhver aukaverðlaun og svo fær sigurlið í hverju móti fyrir sig einnig verðlaun fyrir þann árangur. Nándarverðlaun eru að sjálfsögðu einnig í boði og því ættu margir að labba frá lokahófi hlaðnir verðlaunum.


Mótsgjald er 3500 á morgun en 5500 kostar í mót og mat. Við biðjum ykkur um að skrá ykkur í matinn á morgun ef það var ekki klárt við skráningu í mótið eins og kerfið spurði ykkur um til að tryggj að allt gangi upp um kvöldið.

Helstu styrktaraðilar mótsins eru Húsgagnahöllin, Blue Lagoon, Héðinn Kitchen&bar, Icelandair Hotel Hamar, Icelandair Hotels, Ecco (s4s), Garri, Iðnmark ehf, Nói Siríus, American Bar, Olís, Vodafone, Everest, Forever Living Products, Fitness Sport, Örninn Golf, ZO-ON, Te & Kaffi, Löður, Sport & Grill, Myndform, Smárabíó, Lýsi, Hekla mathús og PLT.

stadan-fyrir-lokamot-2021

< Fleiri fréttir