• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Starfsmenn funduðu um framtíð Urriðavallar

Síðastliðin föstudag komu starfsmenn Golfklúbbsins Odds saman og fóru yfir framtíð Urriðavallar. Fundurinn var afar góður en markmið fundarins var að fá vallarstarfsmenn, starfsmanna í vallarþjónustu og afgreiðslu, til að lýsa sinni framtíðarsýn á Urriðavelli og umhverfi hans.

Líflegar umræður sköpuðust um völlinn en farið var í gegnum hverja braut fyrir sig og ræddar mögulegar breytingar. Með fundi sem þessum gefst okkar starfsmönnum tækifæri til að koma á framfæri sinni þekkingu á vellinum við starfsmenn skrifstofu GO.

Fjölmargar góðar hugmyndir komu fram á fundinum en helsta niðurstaða fundarins er sú að ráðast þarf í endurbyggingu á mörgum teigum vallarins ásamt byggingu byrjendateiga á öllum brautum. Fleiri breytingar voru ræddar en þeim verður nú forgangsraðað eftir mikilvægi og kostnaði.

vallarstarfsmennnov15

Vallarstarfsmenn GO ásamt Þorvaldi Þorsteinssyni framkvæmdastjóra GO.

< Fleiri fréttir