06/06/2019
Mánudagurinn 10. júní (annar í Hvítasunnu).
Golfklúbburinn Oddur og Sand Valley Golf Resort í Póllandi ætla að bjóða upp á sannkallaða innanfélagsmóts-golfveislu á annan í Hvítasunnu hér á Urriðavelli.
Verðlaun í mótinu eru verða afar glæsileg en keppt verður í þremur flokkum og sigurvegarar í hverjum flokki fara ásamt fulltrúa GO á mót á Sand Valley golfvellinum í Póllandi sem haldið verður 27. ágúst en ferðin stendur yfir í dagana 24. – 29. ágúst, þannig að um er að ræða glæsilega 5 daga golfferð með flugi fyrir vinningshafana. Mótið úti er einnig klúbbakeppni þannig að sigurvegarar mótsins munu leika fyrir hönd GO í þeirri keppni sem ætti að auka á ánægjuna.
Við keppum í þremur flokkum, höggleik án forgjafar (besta skor), besta punktaskor með forgjöf í flokki 0 – 18,0 og besta punktaskor með forgjöf í flokki 18,1 – 36,0
Allir kylfingar í GO hafa þátttökurétt óháð forgjöf, hámarks leikforgjöf er 36. Keppendur fá teiggjöf og það verða vissulega fleiri glæsilegir vinningar þannig að keppendur eiga von á skemmtilegum degi.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjá aðilana í hverjum flokki, nándarmælingar, lengstu teighögg og ýmislegt fleira verður á boðstólunum enda ætlum við að eiga frábæran dag. Kylfingar geta einungis unnið í einum flokki.
Skráning er hafin á golf.is
Rástímar eru frá 8.00 – 16.00 og mögulega lengjum við mótið ef þátttaka fer fram út björtustu vonum.
Mótsgjald er á innanfélagsnótum 3500 kr.
Keppnisreglur og skilmálar:
Keppt er í þremur flokkum, höggleik án forgjafar (besta skor), punktakeppni í flokki 0 -18,0 og punktakeppni 18,1 – 36,0. Hámarks leikforgjöf í mótinu er 36 en kylfingar með hærri forgjöf er vissulega heimil þátttaka þó að það sé hámarks leikforgjöf. Keppendur geta einungis unnið í einum flokki.
Ef keppendur enda jafnir þá er gripið til skrifstofubráðabana.
Fleiri punktar á seinni 9 síðan 6 síðan 3 og að lokum er talið frá 18 holu og upp. Ef keppendur standa enn jafnir þá er varpað hlutkesti.
Að varpa hlutkesti telst vera: peningi kastað upp eða dregið úr spilum.
Í höggleikskeppni er leikinn bráðabani ef keppendur eru jafnir.
Nándarmæling er á: 4. 8. 13. 15.
Næst holu (eða í holu) Ef tveir eða fleiri keppendur fá sömu mælingu er varpað hlutkesti hver hlýtur verðlaun.
Að varpa hlutkesti telst vera peningi kastað upp eða dregið úr spilum. Hola í höggi, telst næst holu.
Lengsta teighögg: Hérna þarf högg að vera á braut.
RtSV-poster-A2-PRINT