18/05/2022
Það var flott mæting og góð stemming á Vorgleði kvennanefndar þar sem starf sumarsins var kynnt og haldin var golfkviss – spurningarkeppni þar sem þemað var golfregluspurningar. Við höfum ekki fengið fréttir af árangri í þeirri keppni en eflaust hefur það allt verið upp á 10.
Hér fyrir neðan er dagskrá sumarsins og við hvetjum konur í GO til að fylgjast vel með starfi kvennanefndar á facebook síðu þeirra sem uppfærist reglulega.
Eins og undanfarin ár geta konur í GO skráð niður FUGLA og ERNI í kassa í anddyrinu. Reglulega eru dregnar út FUGLAPRINSESSUR og FUGLADROTTNING er dregin út á lokahófinu í september.
17. maí Létt – kvennakvöld
27. maí Vorferð Oddskvenna á Flúðir – Fjögurra manna texas mót
14. júníVinkvennamót GO og GK á Urriðavelli – Tveggja daga mót
15. júní Vinkvennamót GO og GK á Hvaleyrarvelli. Lokahóf og verðlaunaafhending í klúbbakeppni við GK
11. ágúst Ljúflingsmót – gleði og glaumur
10. sept Lokamót og lokahóf
Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar