• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Sumarstörf hjá Garðabæ 2020 – umsóknarfrestur til 9. mars

Garðabær hefur auglýst sumarstörf í Fréttablaðinu ásamt því að auglýsa á Facebooksíðu bæjarins, umsóknarfrestur er til og með 9. mars. Við viljum hvetja unga Garðbæinga sem áhuga hafa á að starfa hjá Golfklúbbnum Oddi að sækja um. Aðallega er um að ræða störf á vellinum en mögulega einnig við afgreiðslu í golfskála.

Eins og áður ganga umsækjendur fyrir um vinnu („að fá draumastarfið“) sem sækja um áður en umsóknarfresti lýkur. Alls óvíst er hvort boðið verði upp á biðlista þetta árið.

Lögð er áhersla á að þeir sem sækja um á réttum tíma gangi fyrir um þau störf sem auglýst eru hjá stofnunum og félögum. Við hvetjum ykkur til þess að ýta við þeim sem hafa áhuga að starfa hjá golfklúbbnum Oddi að sækja um starf áður en umsóknarfresti lýkur.     Að loknum umsóknafresti send Garðabær nöfn umsækjenda sem óskað hafa eftir vinnu hjá Golfklúbbnum til skoðunar, öllum umsóknum verður svarað.

< Fleiri fréttir