23/06/2023
Sveitakeppni 14 ára og yngri fór fram dagana 21.- 23.júní 2023 á Selsvelli á Flúðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Golfklúbburinn Oddur sendir sveit í stúlknaflokki í þessum aldurshóp og erum við stolt af okkar stelpum.
Stelpurnar voru að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi þessa vikuna og stóðu sig með stakri prýði. Fyrstu stig í sveitakeppni og bíðum spenntar eftir næsta ári.
Stelpurnar okkar voru klúbbnum til sóma, sýndu sterka liðsheild, góða samstöðu og fyrirmyndarframkomu í mótinu. Liðstjóri var Hrafnhildur Guðjónsdóttir golfkennari, Auður Björt fylgdi okkur á miðvikudeginum þegar höggleikurinn fór fram og Fanney Björk aðstandandi hjálpaði okkur að láta þessa ferð verða sem allra besta. Þökkum við þessu fólki kærlega fyrir aðstoðina.
Selsvöllur á Flúðum var í mjög góðu standi, skemmtilegur skógarvöllur sem býður upp á dramatíska leiki og nokkra týnda bolta.
Þökkum við Flúðafólki, GSÍ og öðrum starfsmönnum mótsins kærlega fyrir frábært mót.