28/07/2019
Loka hringur okkar keppnissveita var leikinn í dag þar sem bæði lið voru að etja kappi um 5. sæti í sínum deildum. Konurnar léku við lið GS og endaði sá leikur með öruggum sigri GS stúlkna 5 – 0. Karlarnir okkar léku við lið Nesklúbbsins (NK) þar sem NK náði 3,5 vinningum á móti 1,5 vinningi okkar pilta.
Það var því hlutskipti okkar keppnisliða að enda í 6. sæti í sínum deildum sem er flottur árangur og við færum okkar frábæru keppendum þakkir fyrir þeirra framlag og flottu spilamennsku.
Við viljum færa þeim frábæru sjálfboðaliðum sem gáfu sér tíma til þess að aðstoða okkar við ýmis störf eins og ræsingu og skorskráningu, það er alveg ómetanlegt að fá svona góða hjálp til að viðhalda góðri þjónustu og góðri umgjörð. Þeir sem okkur heimsóttu þessa helgina áttu ekki orð yfir gæðum golfvallarins og þjónustu starfsfólks og þeirra sem að mótinu stóðu. Við viljum einnig færa okkar sammóthöldurum í GKG fyrir frábært samstarf þar sem allt gekk eins og í sögu. Takk fyrir okkur og við starfsmenn bæði innanhúss og ekki síst starfsmenn Urriðavallar gefum okkur verðskuldað klapp á bakið.