13/08/2018
Það var leikið á Íslandsmóti golfklúbba um helgina og við áttum glæsilega fulltrúa í þeirri keppni sem stóðu sig aldeilis vel. Veðuraðstæður voru erfiðar og svona til marks um hvað svona helgi er að reyna á okkar keppnisfólk þá voru gengnir um 70 km á meðan á keppni stóð yfir þessa þrjá daga sem verður að teljast töluvert. Liðin okkar enduðu bæði í 6. sæti og héldu sætum sínum með sóma í efstu deild kvenna og 2. deild karla. Lið GO kvenna lék um 5. sætið við lið GS á lokadegi og þar höfðu stúlkurnar úr GS betur en á meðan voru karlarnir að eiga við lið Selfoss og fór sá leikur jafnt eða 2,5 vinningur á hvort lið sem dugði okkar körlum í 6. sæti. Við þökkum okkar fólki kærlega fyrir sitt framlag sem frábærir fulltrúar okkar um helgina og stefnum að sjálfsögðu að því að gera betur á næsta ári.