20/07/2016
Þriðja mót sumarsins á Powerade-mótaröðinni fer fram miðvikudaginn 27. júlí á Urriðavelli. Að þessu sinni verður leikið með Texas Scramble leikfyrirkomulagi sem ætti að gleðja einhverja kylfinga.
Þegar Texas Scramble er leikið leika tveir kylfingar saman í liði. Fer leikurinn þannig fram að báðir slá högg af teig, síðan velja þeir þann bolta sem þeim þykir vera í betri stöðu og slá báðir bolta þaðan. Sá sem á þann bolta sem kylfingunum þykir lakari færir því sinn bolta að bolta félaga síns. Sá sem átti valinn bolta slær á undan og hinn á eftir. Eftir þau högg endurtekur ferlið sig allt þangað til boltinn er kominn í holuna.
Lægri forgjöf kylfings í liðinu er leikforgjöfin.
Nándarverðlaun á öllum par 3.
Skráning fer fram á golf.is og hvetjum við lið til að tefla fram sínum sterkustu sveitum.