• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Það var líf og fjör á fjórða meistaramótsdeginum á Urriðavelli

Það sáust frábær tilþrif, það var haldið upp á afmæli, þrír leikmenn í 4. flokki fóru í bráðabana um sigur í flokknum og svo var veðrið alveg frábært.

Úrslit réðust í nokkrum flokkum og þar á meðal í 3. flokki kvenna og 4. flokki karla ásamt því að eldri karlar 65 + luku leik

Í 4. flokki karla var hörkukeppni á milli efstu manna og úr varð að allir leikmenn í lokaholli enduðu á samanlagt sama skori eftir fjóra daga og því varð að fara í bráðabana til að fá úrslit í þessum flokki. Efstir og jafnir á 378 höggum urðu þeir Þorsteinn Jónsson, Tómas Albert Holton og Eiríkur Bjarnason. Bráðibani var leikinn og léku þeir fyrstu holu vallarins þar sem Þorsteinn lék á færstum höggum og sigraði því flokkinn en Tómas og Eiríkur voru jafnir og héldu áfram til að fá úrslit og héldu niður aðra braut. Eiríkur sett annað höggið á góðan stað á flötinni en Tómas missti sitt högg í vatnið og eftirleikurinn varð því auðveldari fyrir Eirík sem kláraði málið með góðu pari.
1. sæti Þorsteinn Jónsson 97 – 95 – 92 – 94 alls 378 *
2. sæti Eiríkur Bjarnason 93 – 97 – 91 – 97 alls 378 **
3. sæti Tómas Albert Holton 96 – 95 – 92 – 95 alls 378
* sigraði á fystu holu í bráðabana
** vann umspil um annað sæti á annari holu

Konur 50 ára og eldri léku í tveimur forgjafaflokkum í höggleik.
Í forgjafaflokki 0 – 15,0 var sigraði Magnhildur Baldursdóttir en í flokknum hófu tvær konur leik en Hlíf Hansen forfallaðist á öðrum degi og því kláraði Magnhildur mótið ein og átti því nokkuð auðvelt með sigur í sínum flokki en kláraði það með glæsibrag.
Í forgjafaflokki 15,1 – 25,0 léku fjórir keppendur og þar var keppni jöfn og spennandi og einungis munaði þremur höggum á fyrsta og þriðja sæti.
1. Margrét Ólafsdóttir lék á samtals 289 höggum ( 96/98/95)
2. Gunnhildur Hauksdóttir lék á samtals 291 höggi ( 89/100/102)
3. Björg Kristinsdóttir lék á samtals 292 höggum ( 93/98/101)

Í þriðja flokki kvenna lék stór og skemmtilegur hópur sem endaði lokadaginn á að fagna vel í golfskálanum enda átti einn keppandinn Signý Bjarnadóttir 70 ára afmæli og því bæði ástæða til að fagna því sem og árangri allra í mótinu. Á vellinum yfir alla þrjá keppnisdagana skörðuðu þær Jóhanna Þórunn Olsen, Helga Björg Steinþórsdóttir og Guðrún B Sigurbjörnsdóttir fram úr öðrum keppendum og röðuðu þær sér í þrjú efstu sætin.
1. sæti Jóhanna Þórunn Olsen 105 punktar (34/36/35)
2. sæti Helga Björg Steinþórsdóttir 100 punktar (30/36/34)
3. sæti Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir 92 punktar (31/34/27)

Í flokki karla 65 ára og eldri þar sem keppt var í punktakeppni mátti sjá glæsileg tilþrif á vellinum hvort sem um var að ræða golfhögg eða ökuleikni en fjöldi ökutækja, rafknúinna skutla eða rafmagnskerra var nánast á pari við fjölda leikmanna sem var með meira móti en alls léku 28 leikmenn í flokknum.
Dagbjartur snakkkóngur gerði sér lítið fyrir og ók sigrinum í höfn en hann kláraði mótið einum punkti betri en næsti maður sem var Skúli Jónsson og þar í humátt kom svo Sigurður Sigurðsson.
1. sæti Dagbjartur Björnsson 92 punktar (31/31/30)
2. sæti Skúli Jónsson 91 punktur (34/27/30)
3. sæti Sigurður Sigurðsson 89 punktar (34/29/26)

Konur 50 – 64 ára léku punktakeppni þar sem keppni var mikil en sigur úr býtum á nánast sínu fyrsta golfmóti bar Ingibjörg Baldursdóttir sem lék frábærlega á fyrsta degi á 40 punktum og samtals á 96 punktum á þremur dögum sem dugði til sigurs. Úrslit í flokknum urðu þá eftirfarandi:
1. sæti Ingibjörg Baldursdóttir (40/24/32) 96 punktar samtals
2. sæti Lilja Sigfúsdóttir (34/28/30) 92 punktar samtals
3. sæti Guðný Helgadóttir (25/37/28) punktar samtals

Barnaflokkur og flokkur drengja 11 – 13 ára voru ekki fjölmennir í ár en einungis einn keppandi var í hvorum flokk en þeir léku á Urriðavelli og stóðu sig með prýði. Arnar Daði Svavarsson lék völlinn af fremstu teigum á 99 höggum og alls 45 punktum og Sigfús Ísarr Þórðarson lék á 95 höggum og alls 31 punkti.

< Fleiri fréttir