• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Umhverfisviðurkenningar Garðabæjar 2024

Snyrtileg lóð fyrirtækis: Golfklúbburinn Oddur

Þann 5. september síðastliðinn var  Golfklúbbnum Oddi veitt umhverfisviðurkenning frá Garðabæ fyrir snyrtilega lóð fyrirtækis. Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri GO og Berglind Rut Hilmarsdóttir stjórnarmaður GO tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd klúbbsins við athöfn í Sveinstungu á Garðatorgi. 

Í frétt á heimasíðu Garðabæjar segir: Golfvöllurinn í Urriðavatnsdölum er í fögru umhverfi þar sem aðstaðan og umgengni er til fyrirmyndar. Golfklúbburinn Oddur hefur unnið vel fyrir því að hljóta þessi verðlaun í ár.

Við þökkum innilega fyrir viðurkenninguna og munum stolt halda áfram að halda okkar umhverfi snyrtilegu. 

Myndir hér fyrir neðan eru teknar af heimasíðu Garðabæjar. Nánar er hægt að lesa um Umhverfisviðurkenningar Garðabæjar í þessari frétt. 

Frá vinstri: Stella Stefánsdóttir formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, Berlind Rut Hilmarsdóttir stjórnarmaður GO, Þorvaldur Þorsteinsson frakvæmdastjóri GO og Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar.

Frá vinstri: Stella Stefánsdóttir formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, Berlind Rut Hilmarsdóttir stjórnarmaður GO, Þorvaldur Þorsteinsson frakvæmdastjóri GO og Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar.

< Fleiri fréttir