• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Upplýsingar um stöðu mála á Urriðavelli um komandi mótahelgi.

Ágætu frábæru félagsmenn GO,

Urriðavöllur verður lokaður vegna Íslandsmóts golfklúbba sem fer fram frá föstudeginum (26.7) – sunnudags (28.7). Öll umferð á undan mótinu er með öllu óheimil en við skoðum hvort aðstæður leyfa okkur að opna völlinn um og eftir klukkan 20:00 á föstudags og laugardagskvöld og mun þá boltarenna ráða rástímaröð. Við bendum á að þar sem völlurinn er settur upp fyrir mótið þá verða ekki teigasett uppi ef til opnunar kemur og kylfingar geta einungis spilað á teigum án merkinga.

Þar sem mótið er á vegum GSÍ vill mótsstjórn minna félagsmenn GO á að á meðan á mótinu stendur fá þeir að spila alla velli innan vébanda GSÍ á 50 % afslætti og einnig er ástæða til þess að minna á okkar vinavelli.

Við hvetjum okkar félagsmenn til að kíkja á svæðið og upplifa sannkallaða “Ryder” stemmingu en leikfyrirkomulagið er holukeppni og hingað heimsækja okkur margir af bestu kylfingum landsins. Við bendum sérstaklega á Golfklúbburinn Oddur á glæsilega fulltrúa í 1. deild kvenna og leika þær á Leirdalsvelli á föstudegi og á Urriðavelli á laugardegi og svo raðast þær á völl eftir árangri á lokadegi þar sem lið í 1. – 4. sæti leika á Leirdalsvelli og liðin í 5. – 8. sæti klára á Urriðavelli.

OKKUR VANTAR AÐSTOÐ UM HELGINA OG ÞVÍ ÁSTÆÐA TIL AÐ KALLA Á GRÆNA HERINN SEM STÓÐ SIG MEÐ PRÝÐI Á EVRÓPUMÓTINU OG HEFUR AÐSTOÐAÐ OKKAR Í GEGNUM MÖRG MÓT SÍÐAN, AÐ SJÁLFSÖGÐU ERUM VIÐ LÍKA AÐ KALLA Á ÞÁ SEM EKKI VORU ÞÁ EN GETA VEITT HJÁLPARHÖND NÚNA.

EF ÞÚ GETUR TEKIÐ AÐ ÞÉR T.D. SKORSKRÁNINGU EÐA VEITT OKKUR AÐSTOÐ ÞÁ BIÐJUM VIÐ ÞIG AÐ HAFA SAMBAND VIÐ VALDIMAR Á NETFANGIÐ AFGREIDSLA@ODDUR.IS EÐA Í SÍMA 565-9092OG VIÐ FINNUM ÚT HVAR VIÐ GETUM NÝTT YKKAR KRAFTA.

< Fleiri fréttir