• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Urriðamótaröðin 2023 (1)

Fyrsta mót Urriðamótaraðarinnar í sumar fór fram í gær og gekk það vonum framar. Þátttakendur í mótinu voru 21 talsins og stóðu sig allir mjög vel. Þótt veðrið hafi ekki leikið við okkur voru allir með bros á vör og sýndu góða framkomu á Ljúflingnum. Mikið af aðstandendum komu og lögðu fram hjálparhönd við kylfuberastörf og eiga allir mikið hrós skilið. Takk fyrir daginn!

Við hvetjum öll börn í GO til að taka þátt og hér fyrir neðan eru upplýsingar um mótið:
Þátttökurétt hafa allir félagsmenn GO sem eru 16 ára eða yngri (fæddir 2007 eða yngri) og hafa forgjöf á bilinu 25-54. Keppt er í flokkum drengja og stúlkna 12 ára og yngri og 13-16 ára.
Mótaröðin er punktakeppni sem fer fram á Ljúflingnum eða á fremstu teigum Urriðavallar hjá GO og eru spilaðar 9 holur í hverju móti. Stefnt er að 4 mótum í sumar sem endar með glæsilegu lokahófi í september.

< Fleiri fréttir