11/10/2024
Kæru félagar,
Ákveðið hefur verið að loka Urriðavelli, Ljúflingi og æfingaflötum þetta tímabilið.
Við höfðum vonast til að geta haft opið um komandi helgi og inn í næstu viku en snjór yfir vellinum og áframhaldandi kuldi í kortunum næstu daga gerðu endanlega út um þá von. Eftir helgina munu vallarstarfsmenn taka niður völlinn og koma upp vetrarflötum þegar færi gefst.
Við þökkum kærlega fyrir okkur þetta sumarið og við sjáumst næsta vor.