• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Urriðavöllur lokar inn á sumarflatir

Nú er að bresta á vetur á Urriðavelli og er spáð kuldakafla næstu daga. Vallarstjóri hefur ákveðið að loka leik inn á sumarflatir frá og með föstudeginum 23. október.

Urriðavöllur verður áfram opinn fyrir félagsmenn GO sem geta leikið golf inn á vetraflatir og nýtt blíðviðursdaga í vetur til golfleiks. Við viljum minna kylfinga á að leika mottugolf á brautum Urriðavallar eða að færa bolta út í kargann og slá þar þegar vetrargolf er leikið á Urriðavelli.

Golfsumarið 2015 var eitt það besta í sögu Golfklúbbsins Odds. Urriðavöllur hefur líklega aldrei verið í betra ásigkomulagi og hann var í ár. Þar spila margir þættir inn í. Góð umgengi félagsmanna hefur skipt sköpum og viljum við hrósa félögum fyrir að taka þátt í því að viðhalda gæðum vallarsins með að laga kylfu- og boltaför. Þegar vetrargolfið hefst er ekki síður mikilvægt að viðhalda góðri umgengni enda völlurinn í viðkvæmu ásigkomulagi á þessum tíma. Lögum því alltaf boltaför og ekki slá af brautum vallarins.

Golfkveðja,
Starfsfólk Urriðavallar

< Fleiri fréttir