• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Urriðavöllur opnar 10. maí

Urriðavöllur mun opna miðvikudaginn 10. maí næstkomandi klukkan 12:00.

Ákveðið hefur verið að opna golfvöllinn miðvikudaginn 10. maí klukkan 12, völlurinn kemur mun betur undan vetri en síðustu ár og að sögn vallarstjóra hefur hann sjaldan séð ástandið jafn gott. Skráning á rástíma fyrir opnunardag Urriðavallar opnar með hefðbundnum hætti og skráning ætti því að vera aðgengileg sunnudagskvöldið 7. maí klukkan 22:00

Hægt verður að taka smá forskot á sæluna því opna á Ljúfling laugardaginn 6. maí klukkan 9:00 ásamt því að æfingaflatir/flöt og vippflötin við golfskála verða einnig opnar frá og með þeim degi.

Vegna opnunar á Urriðavelli mun vetrarspil hætta á vellinum frá og með mánudeginum 8. maí 

< Fleiri fréttir