• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Urriðavöllur opnar 4. maí

Á fjölmennum vorfundi GO sem haldin var 1. maí tilkynnti Elín Hrönn Ólafsdóttir opnunar dagsetningu Urriðavallar sem verður 4. maí klukkan 10:00.

Skráning á rástíma mun opna skv. venju með þriggja daga fyrirvara og því ætti skráning að opnast miðvikudagskvöldið 1. maí klukkan 22:00. Það verður örugglega hörð barátta um fyrstu rástímana og vonandi komast allir að á laugardaginn sem ætla sér í golf, eflaust losnar eitthvað á seinni níu holum dagsins þegar líður á daginn og auðvitað opnar Ljúflingur líka og æfingasvæðið í kringum skálann.

Af öðrum fréttum af fundinum var það helst að frétta að Elín kynnti nýja veitingaaðila til leiks, en þeir Hinrik Örn og Viktor Örn munu sinna veitingasölunni í sumar ásamt sínu starfsfólki og bindum við miklar vonir við starfssemi þeirra í sumar og vonandi taka félagsmenn þeim vel.

Þorvaldur fór yfir framkvæmdir á vellinum en verið er að bíða eftir torfi til að klára vinnu við fremstu teiga á 2. og 16. holu en engar meiriháttar framkvæmdir eru í gangi að öðru leiti. Að sögn Þorvaldar hafði hann það eftir vallarstjóranum okkar honum Tryggva að völlurinn núna væri í svipuðu ástandi og hann var í lok júní á síðasta ári þannig að við vonandi eigum von á góðum velli í sumar.

Farið var yfir vinavelli GO þetta árið sem verða 11 talsins í sumar og hægt að sjá í þessari talningu hér og frekari upplýsingar eru á heimasíðu okkar um þá.

•Golfklúbbur Grindavíkur
•Golfklúbbur Suðurnesja
•Golfklúbburinn Borgarnesi 
•Golfklúbburinn Leynir Akranesi
•Golfklúbburinn Hellu
•Golfklúbburinn Glanni við Bifröst
•Golfklúbbur Selfoss
•Golfklúbbur Akureyrar
•Golfklúbbur Vestmannaeyja
•Golfklúbbur Hveragerðis
•Craigielaw Golf Club Skotlandi

Farið var aðeins yfir móta og félagsstarf sumarsins. Þar ber hæst að við áætlum ef veður leyfir 🙂 að opnunarmót GO verði sunnudaginn 12. maí. Powerade-mótaröðin verður á sínum stað, við munum gera einhverjar breytingar á henni og líklega einnig á holukeppni GO en þessar breytingar verða kynntar á næstu dögum. Meistaramót GO verður svo haldið 6. – 13. júlí og við hvetjum okkar félagsmenn til að taka þátt í mótum og vera virk í félagsstarfi.

Á fundinum fór Þorvaldur aðeins yfir stöðu mála hvað varðar framtíðar skipulag á svæðinu, stiklað var á stóru í þeim efnum en sagt frá þeirri vinnu sem væri í gangi varðandi deiluskipulag á svæðinu og að við værum að hugsa stækkun eða breytingu á golfvellinum í samstarfi við alla aðila innan marka deiliskipulags. Einhver vinna við hönnun á nýjum velli væri farin af stað en hún væri öll á frumstigi og margar hugmyndir komið fram þó ekki væri komið endanlegt útlit enda að mörgu að huga í því samhengi eins og t.d. umhverfisáhrifum byggðar og aukinni umferð t.d. í kringum 14. braut sem við teljum að muni verða vandræði af þegar fram líða stundir.

Þorvaldur fór yfir að á síðasta ári fór fram vinna á vegum nefndar um inniaðstöðu á vegum stjórnar. Berglind Rut Hilmarsdóttir leiddi þá vinnu og komu fram tvær tillögur frá nefndinni og var afstaða stjórnar sú að hugur lægi frekar til þess að byggja í kringum og við núverandi golfskála í stað þess að byggja við æfingasvæðið sjálft. Það er vissulega svo að við í Golfklúbbnum Oddi finnum að við erum að dragast afturúr í samanburði við okkar helstu nágranna hvað varðar heilsársaðstöðu. Á fundinum sýndi Þorvaldur útlitsmyndir af stækkun við golfskálann sem unnar voru af einum nefndarmanni til að ná utan um þarfir okkar þar sem tillit var tekið til þeirra þátta sem við viljum að verði hafðir að leiðarljósi þegar sú vegferð verður farin. Segja má að myndirnar hafi vakið forvitni og gleði hjá fundargestum og við trúum og treystum á að draumar geti ræst með aðstoð landeiganda, bæjarfélagsins og góðra manna.

Að lokum minntum við á golfferð GO til El Plantio í haust en ferðin verður dagana 15. – 22. október. Þeir sem vilja fara í lengri ferð geta valið um nokkrar útgáfur og dagafjölda í samráði við Úrval Útsýn. Þeir sem vilja leita sér upplýsinga um ferðina er bent á að vera í sambandi við Þórð hjá ÚÚ á netfangið thordur@uu.is

< Fleiri fréttir