• 1. Object
  • 2. Object

-7° - A 1.5 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit í COLLAB HYDRO Opnunarmóti GO

Það var glatt á hjalla í COLLAB HYDRO Opnunarmóti GO þrátt fyrir verulegan vind á köflum, stuttar skúrir og takmarkaðar sólarstundir.

Alls kláruðu 160 kylfingar leik í mótinu, keppt var í punktakeppni karla og kvenna ásamt því að veitt voru verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna.

Í höggleikskeppni í ár lék Auður Skúladóttir best kvennamegin en hún lék á 86 höggum en baráttan í karlaflokki var jafnari en Davíð Arnar Þórsson og Tómas Sigurðsson léku báðir á 76 höggum en Davíð lék á færri höggum á seinni 9 og fékk því 1. sætið karlamegin í höggleik. 

Í punktakeppni í kvennaflokki bar sigur úr býtum Kristín Erna Guðmundsdóttir á 39 punktum, í öðru sæti varð Steinunn Árnadóttir á 36 punktum og í þriðja sæti varð Guðrún Símonardóttir á 35 punktum þar sem skor á síðustu 9 holum taldi hærra hjá henni í Ingibjörgu Thelmu og Björgu Þórarinsdóttur sem einnig skiluðu 35 punktum í hús. 

Í punktakeppni karla léku manna best Rafn Magnús Jónsson og Bergþór Njáll Kárason á 39 punktum en Rafn hafði betur á einni 9 holum vallarins og fékk því fyrsta sætið. Í þriðja sæti hafnaði svo Ingi Þór Hermannsson á 38 punktum og hafði þar betur á seinni 9 holum við Hafsteinn E. Hafsteinsson sem einnig lék á 38 punktum.

Sigurvegarar í högg og punktakeppni fá 25,000 kr. inneign í Golfbúð GO, keppendur sem höfnuðu í 2. sæti í punktakeppni eiga 20.000 kr. inneign og 3. sætið gefur inneign að upphæð 15.000

Nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta teighögg eru einnig inneign í golfbúð GO og þar eiga þeir sem sköruðu framúr 10.000 kr. inneign.

Veitt voru nándarverðlaun á par þremur holum vallarins og féll það í skaut eftirfarandi keppenda.

4. hola Sólveig Guðmundsdóttir 3,04
8. hola Halldór Ragnar Emilsson 1,81
13. hola Dofri Snorrason 1,86
15. hola Auður Harpa Þórsdóttir 1,11

Lengsta teighögg kvenna átti svo Auður Skúladóttir á þriðju holu og lengsta teighögg karla á 11. holu átti Egill Árni Jóhannesson

Við þökkum keppendum innilega fyrir þátttökuna verðlaun verða sett inn í kassakerfi og hægt að taka út vörur eða þjónustu í golfbúð GO á Urriðavelli.

 

< Fleiri fréttir