• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit- Golfhermamót 1.apríl 2023

Það var flott mæting á innanfélagsmót GO í golfherma golfi sem haldið var í frábærri aðstöðu Golfhallarinnar á Granda. Við vorum með tvískipta ræsingu klukkan 10 og 13 og alls kepptu um 50 manns í mótinu.

Forgjöfin í mótinu var reiknuð þannig að leikmenn spiluðu á 2/3 af sinni eigin forgjöf skv. golfbox. Hámarksforgjöf í mótinu hjá körlum var 24 og konum 28 og við þurftum að breyta við yfirferð hjá nokkrum. Mótið er í grunninn meira til gamans þó vissulega sé keppni í gangi.

Spilað var Anguilla, Aurora international Golf Club og var skorið mjög gott. Yfir 20 leikmenn léku völlinn á yfir 36 punktum.

Karlaflokkur

  1. sæti Kristján Pálsson – 46 punktar
    10 skipta djúskort á Lemon, Tveir bíómiðar í Laugarásbíó, , 3pack af GO merktum Titleist boltum
  2. sæti – Karl Elí Karlsson – 45 punktar
    5000 kr. gjafabréf á Brikk, Tveir bíómiðar í Laugarásbíó, 3pack af GO merktum Titleist boltum
  3. sæti – Reynir Jónsson – 44 punktar
    2 Gjafabréf á Subway f. 6″ bát að eigin vali, Tveir bíómiðar í Laugarásbíó, 3pack af GO merktum Titleist boltum

Kvennaflokkur

  1. sæti – Giovanna Steinvör Cuda 47 punktar
    10 skipta djúskort á Lemon, Tveir bíómiðar í Laugarásbíó, , 3pack af GO merktum Titleist boltum
  2. sæti – Anna María Sigurðardóttir, 46 punktar
    5000 kr. gjafabréf á Brikk, Tveir bíómiðar í Laugarásbíó, 3pack af GO merktum Titleist boltum
  3. sæti – Kristín Birgitta Gunnarsdóttir – 43 punktar
    2 Gjafabréf á Subway f. 6″ bát að eigin vali, Tveir bíómiðar í Laugarásbíó, 3pack af GO merktum Titleist boltum

Við þökkum innilega fyrir þátttökuna og hægt verður að vitja vinninga á skrifstofu GO.

Over and out

< Fleiri fréttir